Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 31. desember 2020 18:00
Hafliði Breiðfjörð
Málverk Tolla var afhent í dag
Tolli og Hákon Atli með málverkið í dag.
Tolli og Hákon Atli með málverkið í dag.
Mynd: Fótboltil.net - Birgir Viðar Halldórsson
Fótbolti.net og listamaðurinn Tolli tóku höndum saman í desember eins og undanfarin ár og buðu upp málverk eftir Tolla hér á vefnum.

Uppboðið stóð til 29. desember og kaupandinn fékk það afhent í hádeginu í dag.

Kaupandinn er Hákon Atli Bjarkason sem má sjá hér á myndinni ásamt Tolla og málverkinu góða. Málverkið í ár sem er 80 x 100 cm að stærð er af Snæfellsjökli.

Öll upphæðin rann til Bjartrar sýnar að þessu sinni en þetta var annað árið í röð sem þau samtök fá alla upphæðina. Björt sýn er styrktarfélag fyrir Ikhlaas munaðarleysingja heimilið í Oyugis, Kenía.

Þetta er fimmta árið í röð sem við stóððum fyrir jólauppboði á málverki Tolla og öll árin rann öll upphæðin í gott málefni.

2020 Björt sýn: 700.000
2019 Björt sýn: 560.000
2018 ABC barnahjálp: 713.000
2017 Samhjálp: 682.000
2016 Fjölskylduhjálp Íslands: 620.000
Athugasemdir
banner
banner