Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 31. desember 2020 10:20
Aksentije Milisic
Man Utd vill fá Aarons - Wolves á eftir Wijnaldum
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þá er síðasti slúðurpakki ársins mættur en BBC tók saman. Jadon Sancho, Georginio Wijnaldum, Erling Braut Haaland, Isco og Lionel Messi eru meðal þeirra sem koma við sögu.

________________________________________________________________
Manchester United hefur sýnt bakverði Norwich, Max Aarons (20) áhuga á ný en liðið gæti þurft að bíða til næsta sumars eftir þessum landsliðsmanni U-21 árs liðs Englands. (Sun)

Wolves er komið í baráttuna um að fá miðjumann Liverpool, Georginio Wijnaldum (30). (Gazza Dello Sport)

Emili Rousaud er byrjaður að vinna í því að fá Erling Braut Haaland (20) á Nou Camp, skuli Emili vera kosinn nýr forseti Barcelona (Marca)

Isco (28) er skotmark Arsenal en hann hefur sjálfur viðurkennt að hann er hrifinn af Chelsea liðinu. (Mirror)

Chelsea er að blanda sér í baráttuna við Manchester United og Liverpool um leikmann Dortmund, Jadon Sancho (20). (Que Golazo)

Lionel Messi, leikmaður Barcelona, gæti verið hjá Barcelona til ársins 2023, áður en hann gengur í raðir Inter Miami. Messi hefur keypt íbúð í Miami og vill að börnin sín fari í skóla þar. (Cadena)

Timothy Fosu-Mensah, leikmaður Manchester United, hefur hafnað nýjum samning frá félaginu. (Mirror)

Sead Kolasinac (27) er á leiðinni til síns gamla félags, Schalke, á láni frá Arsenal (Mail)

Juventus vill fá Fernando Llorente (35) til baka en leikmaðurinn er sem stendur hjá Napoli. (Tuttosport)

Galatasaray vill fá Trezeguet, leikmann Aston Villa, á láni í næsta mánuði. (Vatan)

Dortmund hefur áhuga á Jayden Braaf en hann er 18 ára hollenskur kantmaður sem er í unglingaliði Manchester City. Hann getur farið í næsta mánuði. (Bild)

Napoli er að vinna í því að fá vinstri bakvörðinn Emerson Palmieri (26) frá Chelsea á láni í næsta mánuði. (Corriere Dello Sport)

Matt Ryan (28) hefur fengið þau skilaboð frá liði sínu Brighton, að hann megi fara í janúar ef það kemur gott tilboð í hann. (The World Game)

Preston hefur áhuga að fá leikmann Fleetwood Town, Ched Evans (32). (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner