Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 31. desember 2020 19:00
Victor Pálsson
Matthaus vill sjá Löw og hans gengi kveðja
Mynd: Getty Images
Þýska goðsögnin Lothat Matthaus kallar eftir því að Joachim Löw verði rekinn ef Þýskaland stendur ekki undir væntingum á EM 2021.

Þýskaland hefur verið í töluverðri lægð síðustu mánuði og má nefna til að mynda 6-0 tap gegn Spánverjum í lokaleik ársins 2021. Liðið vann aðeins þrjá af átta leikjum árið 2020.

Stjórn Þýskalands hefur staðið við bakið á Löw sem tók við keflinu árið 2006 og náði afar góðum árangri í dágóðan tíma.

Gengið hefur hins vegar versnað og er starf Low í verulegri hættu ef frammistaðan á EM stenst ekki væntingar.

„Ef EM fer ekki eins og við erum að búast við með þessa leikmenn innanborðs þá er það ekki bara Löw sem þarf að fara heldur allir sem stóðu með honum. Þeir þurfa líka að finna fyrir afleiðingunum," sagði Matthaus.

„6-0 tapið gegn Spáni var einstakt en þegar ég horfi á frammistöðuna í heild sinni eða man eftir leikjunum þar sem við fengum mark á okkur á síðustu stundu þá átta ég mig á því að Low hentar ekki lengur."
Athugasemdir
banner
banner