Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 31. desember 2020 23:45
Victor Pálsson
Raiola segir sögurnar um Haaland rangar - Nýr forseti má hringja í janúar
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, umboðsmaður Erling Haaland, neitar því að leikmaðurinn muni ganga í raðir Barcelona ef Emili Rousaud verður kosinn forseti félagsins.

Kosningafulltrúi Rousaud gaf það út í gær að Haaland myndi semja við Börsunga ef hans maður vinnur kjörið.

Haaland er tvítugur framherji en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Samkvæmt Raiola eru þessar fregnir hins vegar rangar og hefur hann ekki haft samband við neinn vegna skipta Norðmannsins.

„Þetta er ósatt. Ég hef aldrei rætt við neinn frambjóðanda Barcelona varðandi Haaland eða annan leikmann og mun ekki gera það," sagði Raiola.

„Ef nýr forseti Barcelona verður kosinn í janúar þá má hann hringja í mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner