Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 31. desember 2020 18:30
Victor Pálsson
Segir Arsenal að stefna á sjötta sætið - Ná ekki lengra
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arsenal getur ekki gert betur en að stefna að sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili að sögn Ray Parlour sem lék eitt sinn með liðinu.

Arsenal hefur byrjað afar illa í úrvalsdeildinni á þessu ári og situr í 13. sæti eftir að hafa spilað 16 leiki.

Gengið hefur þó batnað í síðustu tveimur leikjum og vann liðið bæði leiki gegn Chelsea heima og svo Brighton á útivelli.

Arsenal er sex stigum frá sjötta sæti þegar þetta er skrifað og heilum 13 stigum frá toppliði Liverpool.

„Þeir munu ekki ná topp fjórum, þeir eru of langt á eftir og hafa búið og brekkan er of há," sagði Parlour við TalkSport.

„Ég veit að önnur lið fyrir ofan eru að misstíga sig en ég sé þetta bara ekki gerast. Það erui fjögur lið betri en Arsenal eins og er. Sjötta sætið er örugglega það besta sem þeir geta náð."
Athugasemdir
banner
banner
banner