Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 31. desember 2020 06:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Shearer: Ekki séns að Liverpool myndi skora framhjá Darlow
Mynd: Getty Images
Karl Darlow var maður leiksins þegar Newcastle og Liverpol gerðu markalaust jaftnefli í gærkvöldi.

Þessi markvörður Newcastle varði fjórum sinnum frá leikmönnum Liverpool og var öflugur í teignum. Alan Shearer, goðsögn hjá Newcastle, hrósaði Darlow fyrir frábæra frammistöðu.

„Liverpool fékk nokkur frábær færi en vegna lélegra afgreiðslna ásamt frábærum tilþrifum frá Darlow tókst þeim ekki að skora," sagði Shearer.

„Hann má vera mjög stoltur af sinni frammistöðu. Þú veist það, mætandi Liverpool, að andstæðingurinn býr yfir gæðum fram á við og þú þarft að eiga góðan leik. Þú þarft að treysta á markvörðinn á ákveðnum tímapunktum."

„Í seinni hálfleik, þegar á þurfti að halda, bjargaði Darlow. Hann var stór og sterkur og hélt hreinu. Það var ekki séns að Liverpool myndi skora framhjá honum í kvöld. Varnarmennirnir unnu vel en þegar Liverpool komst í gegnum vörnina þá mætti stórkostlegur Darlow þeim."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner