Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 31. desember 2020 07:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu: De Gea missti andann og lá eftir í kjölfar samstuðs við Adama
Mynd: Getty Images
„Það var sársaukafullt þegar ég lenti á Adama. Ég gat ekki andað í smá stund, fann til en svo var það í lagi," sagði David de Gea, markvörður Manchester United, eftir 1-0 sigur á Wolves á þriðjudag.

De Gea lá eftir í smá tíma á meðan United sótti. Hann hafði lent í samstuði við Adama Traore en um algjört slys var að ræða.

Adama er naut að burðum og mátti sjá á de Gea að þetta var ekkert venjulegt samstuð, hefði líklega verið skárra að fá alla aðra leikmenn í úrvalsdeildinni á þennan hátt í sig.

De Gea þurfti á aðhlynningu að halda frá sjúkraþjálfara og eftir að Adama baðst afsökunar gat de Gea séð fyndnu hliðina á þessu atviki.


Athugasemdir
banner
banner
banner