banner
   fim 31. desember 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þegar þessir tveir gæjar tala þá hlustaru og gerir það sem þeir segja þér að gera"
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með U21 árs landsliðinu.
Í leik með U21 árs landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson var til viðtals hér á Fótbolti.net fyrr í gær. Hann ræddi þar um tímabilið með Silkeborg og U21 árs landsliðið.

Sjá einnig:
Viðtalið - „Ef þvotturinn klikkar þá hringir maður í mömmu á Facetime"
Auka - „Ég var aldrei búinn að ná neinu samkomulagi við KR"

Hann var í kjölfarið spurður út í Arnar Þór Viðarsson sem var á dögunum ráðinn þjálfari A-landsliðsins.

Það vaknar hjá mér spurning þegar þú ræðir um U21 árs ævintýrið. Arnar Þór var ráðinn A-landsliðsþjálfari, kemur það þér á óvart að hann taki við liðinu þegar U21 er að fara í lokaverkefni?

„Nei, alls ekki. Arnar er líklegast einn af tveimur eða þremur bestu þjálfurum sem hafa þjálfað mig. Hans nálgun á hlutina og trúin sem hann veitir leikmönnum, allavega okkar liði, og með trúna sem við höfðum á honum."

„Þetta kemur mér alls ekki á óvart að hann og Eiður séu teknir við A-liðinu,"
sagði Stefán.

„Ég get sagt frá því að þegar þessir tveir gæjar tala þá hlustaru og gerir það sem þeir segja þér að gera. Þetta eru gæjar sem vita upp á tíu hvað þeir eru að gera."

„Eins og kom í ljós (hjá U21), þegar þú hlustar á þá og gerir það sem er ætlast til að þér og aðeins meira til, þá geta frábærir hlutir gerst."


Sjá einnig:
Viðtalið - „Ef þvotturinn klikkar þá hringir maður í mömmu á Facetime"
Auka - „Ég var aldrei búinn að ná neinu samkomulagi við KR"
Athugasemdir
banner
banner
banner