banner
   fim 31. desember 2020 17:00
Aksentije Milisic
„United er ekki í öðru sætinu fyrir slysni"
Mynd: Getty Images
Tomasz Kuszczak, fyrrverandi markmaður Manchester United, segir að Manchester United sé ekki í öðru sætinu fyrir slysni.

United hefur verið að spila vel á undanförnum vikum og á meðan hafa liðin í kring verið að misstiga sig. Liverpool hefur gert tvö jafntefli í röð og er liðið núna þremur stigum á undan United í toppi deildarinnar. United á þó leik til góða.

Ole Gunnar Solskjær hefur verið gagnrýndur fyrir taktík sína með liðið frá því hann tók við en nú virðist loksins vera kominn stöðugleiki í spilamennsku liðsins í deildinni.

„Ég finn fyrir stuðningnum sem Ole hefur frá stjórninni og stuðningsmönnunum. Þetta er að byggjast upp og hann á þetta skilið," sagði Kuszczak.

„Hann kom þegar liðið var slæmum stað og hann hefur átt góðar stundir og slæmar. Var hann nógu reyndur þjálfari þegar hann kom inn?"

„Hann er byrjaður að búa til eitthvað frábært. Þeir eru í öðru sæti og núna þarf að byggja ofan á það. Liðið er ekki í öðru sæti fyrir slysni. Það er ástæða fyrir því."

United mætir Aston Villa á Old Trafford á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner