Newcastle vann Manchester United nokkuð örugglega á Old Trafford í gær og er í 5. sæti, þremur stigum á eftir Chelsea, eftir fjóra sigra í röð.
Alexander Isak hefur verið stórkostlegur að undanförnu en hann hefur skorað átta mörk og lagt upp tvö í desember. Hann skoraði áttunda markið í gær.
„Allt liðið er mjög metnaðarfullt. Við spiluðum í Meistaradeildinni í fyrra og það er í hausnum á okkur að komast aftur þangað. Það er nóg eftir af tímabilinu svo við horfum ekki mikið í töfluna. Metnaðurinn er að komast aftur í Evrópu," sagði Isak.
Eddie Howe tekur undir orð Isak.
„Tíminn mun leiða það í ljós, við þurfum að sanna okkur. Það eru svipuð gæði í hópnum og þeim sem komst í Meistaradeildina en við verðum að ná í stigin," sagði Howe.
Athugasemdir