fim 12.maí 2011
[email protected]
Chelsea með meistaramerki á búningum næsta tímabils
Á opinberum myndum af búningi Chelsea fyrir næsta tímabil má finna gull-litað merki ensku úrvalsdeildarinnar.
Gullmerkin eru sérstaklega fyrir þau lið sem eru handhafar enska meistaratitilsins.
Öll önnur lið en meistararnir bera merki deildarinnar með hvítum bakgrunni á sínum treyjum.
Það er ansi ólíklegt að Chelsea fái að vera með gullmerki á næsta tímabili þar sem Manchester United þarf aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum til að innsigla meistaratitilinn.
|