miđ 03.jan 2018
Saga Heimsmeistaramótsins - HM í Úrúgvć 1930
Jules Rimet forseti FIFA lćtur verđlaunagripinn í hendur formanns úrúgvćska knattspyrnusambandsins.
Belgíski dómarinn var í sínu fínasta pússi í úrslitaleiknum.
Mynd: NordicPhotos

Einhenta hetjan Hector Castro átti stórleik í úrslitaleiknum.
Mynd: NordicPhotos

Fyrstu Heimsmeistararnir.
Mynd: NordicPhotos

Estadio Centenario. Leikvangurinn ţar sem fyrsti úrslitaleikur HM fór fram.
Mynd: NordicPhotos

Í tilefni ţess ađ runniđ er upp áriđ 2018, áriđ ţar sem 21. Heimsmeistaramótiđ í fótbolta fer fram í Rússlandi, ćtlar Fótbolti.net ađ rifja upp liđin mót í janúar. Leikmennirnir, sigurvegararnir, heimalandiđ, eftirminnilegir atburđir og fleira í brennidepli.

Fótbolti.net mun ađ sjálfsögđu fjalla ítarlega um HM í sumar en opnunarleikurinn 14. júní. Ísland tekur í fyrsta sinn ţátt og er í riđli međ Argentínu, Nígeríu og Króatíu.

Viđ byrjum ađ sjálfsögđu á ţví ađ fjalla um fyrsta Heimsmeistaramótiđ en ţađ var 1930 í Úrúgvć.HM í Úrúgvć 1930
Ţegar FIFA, alţjóđa knattspyrnusambandiđ, var stofnađ 1904 kom upp sú hugmynd ađ halda heimsmeistaramót í fótbolta. 26 ár tók ađ láta drauminn rćtast en ţar sem Úrúgvć var ríkjandi Ólympíumeistari var ákveđiđ ađ halda fyrsta mótiđ ţar og fóru allir leikir mótsins fram í höfuđborginni Montevideo.

Tveggja vikna skipsferđ
Ađildarfélögum FIFA var bođiđ ađ taka ţátt og voru ţrettán ţjóđir sem mćttu til leiks, léku ţau í fjórum riđlum áđur en komiđ var ađ undanúrslitum. Evrópuţjóđirnar voru í fýlu yfir ţví ađ mótiđ fćri fram í Úrúgvć og stefndi í ađ ekkert liđ frá álfunni myndi mćta til leiks.

Ítalía og Ţýskaland, ţá bestu liđ Evrópu, mćttu ekki en Rúmenar, Frakkar og Belgíumenn tóku sig saman og fóru á skipi frá Evrópu. Skipiđ kom viđ í Brasilíu ţar sem Brasilíumenn stukku um borđ. Skipsferđin tók tvćr vikur og ćfđu menn um borđ í skipinu. Júgóslavía tóku einnig ţátt í mótinu.

300 áhorfendur sáu fyrsta rauđa spjaldiđ
Fyrstur til ađ skora á HM var Frakkinn Lucien Lauren, ţađ gerđi hann í 4-1 sigri gegn Mexíkó. Frakkar léku lengst af međ útispilara í markinu í ţeim leik ţar sem markvörđurinn meiddist og ekki voru notađir varamenn á ţessum tíma.

Fyrstur til ađ fá brottvísun á HM var Mario de Las Casas, fyrirliđi Perú, í leik gegn Rúmeníu. Perú vann leikinn 3-1 fyrir framan 300 áhorfendur en aldrei hafa fćrri áhorfendur veriđ á leik í sögu mótsins.

Flaska međ klóróformi brotnađi í mótmćlum
Argentínumađurinn Guillermio Stabile, var fyrstur til ađ skora ţrennu á HM. Hún kom í skrautlegum leik gegn Mexíkó. Fimm vítaspyrnur voru dćmdar í leiknum og klúđruđu Argentínumenn ţremur af ţeim en unnu samt 6-3.

Argentína komst í undanúrslit og vann öruggan 6-1 sigur gegn Bandaríkjunum. Lćknir bandaríska liđsins var ósáttur viđ dómgćsluna og mótmćlti međ ţví ađ kasta sjúkratösku sinni inn á völlinn. Flaska međ klóróformi brotnađi og lćknirinn veiktist svo styđja ţurfti viđ hann til ađ koma honum af vellinum. Hinn undanúrslitaleikurinn fór einnig 6-1. Úrúgvć vann Júgóslavíu.

Úrslitaleikur: Úrúgvć 4 - 2 Argentína
1-0 Pablo Dorado ('12)
1-1 Carlos Peucelle ('20)
1-2 Guillermo Stábile ('37)
2-2 Pedro Cea ('57)
3-2 Santos Iriarte ('68)
4-2 Héctor Castro ('89)

Ţađ var mikil stemning fyrir nágrannaslagnum í úrslitum. Heimamenn unnu 4-2 sigur og í kjölfariđ var slegiđ upp ţjóđhátíđ í landinu í marga daga. Tveimur mánuđum fyrir mótiđ fóru leikmenn Úrúgvć í hálfgerđar fangabúđir og ţađ skilađi sér.

Mikil spenna var í kringum leikinn og voru leikmenn beggja liđa undir lögregluvernd fyrir leikinn. Deilt var um međ hvađa bolta átti ađ leika og var ţađ leyst međ ţví ađ leika međ bolta Argentínumanna í fyrri hálfleik en bolta Úrúgvćja í ţeim síđari.

John Langenus frá Belgíu dćmdi leikinn. Hann fékk fylgd lífvarđa og dulbjó sig ţegar hann yfirgaf leikvanginn, međ röndótt bindi og dádýrahúfu á höfđinu.

Leikmađurinn: Hinn einhenti Héctor Castro
Castro átti stórleik í úrslitaleiknum og skorađi síđasta markiđ međ ţrumuskoti upp í ţaknetiđ. Hann hafđi ţá ţegar afrekađ ađ skora fyrsta markiđ á Estadio Centenario, leikvangnum sem úrslitaleikurinn fór fram á. Castro gekk undir nafninu El manco eđa sá einhenti eftir ađ hafa misst ađra höndina í rafmagnssög ţegar hann var ţrettán ára gamall. Í heimalandinu var hann sigursćll leikmađur og síđar sigursćll ţjálfari áđur en hann lést vegna hjartaáfalls 55 ára gamall.

Markakóngurinn: Guillermo Stábile
Argentínumađurinn skorađi átta mörk á mótinu og var ţar međ fyrsti markakóngur HM. Genoa á Ítalíu fékk hann til sín eftir keppnina og síđar átti hann eftir ađ ţjálfa Agentínu og stýra liđinu til sigurs í Suđur-Ameríkukeppninni.

Leikvangurinn: Estadio Centenario
Tók 100 ţúsund áhorfendur en ađeins 90 ţúsund miđar voru seldir á úrslitaleikinn af öryggisástćđum. Ţađ tók ađeins átta mánuđi ađ byggja ţennan leikvang en hann var sérstaklega reistur fyrir mótiđ. Hann var ţó ekki alveg tilbúinn fyrir fyrstu leikina sem fóru ţví fram á öđrum völlum í borginni. Völlurinn stendur enn og spilar Penarol heimaleiki sína á honum auk ţess sem hann hefur veriđ notađur fyrir tónleika.

Svipmyndir frá mótinu


Heimild: Bókin 60 ára saga HM í knattspyrnu eftir Sigmund Ó. Steinarsson og ýmsar vefsíđur