lau 07.mar 2015
Lengjubikar: Sigurganga Skagamanna heldur áfram
Arnar Már hefur verið duglegur að skora í Lengjubikarnum
ÍA 3-2 Grindavík
1-0 Arnar Már Guðjónsson ('8)
1-1 Björn Berg Bryde (´30)
2-1 Garðar Gunnlaugsson ('52)
2-2 Óli Baldur Bjarnason ('67) Víti
3-2 Darren Lough ('76)

Skagamenn mættu Grindavík í Akraneshöllinni í fyrsta leik dagsins í Lengjubikarnum.

Leikurinn var aðeins átta mínútna gamall þegar Arnar Már Guðjónsson kom heimamönnum yfir. Eftir hálftíma leik fengu Grindvíkingar hornspyrnu og upp úr henni jafnaði Björn Berg Bryde metin.

Garðar Gunnlaugsson var á varamannabekk ÍA í dag en hann kom inná og skoraði annað mark Skagamanna á 52.mínútu. Á 67.mínútu fékk Grindavík vítaspyrnu sem Óli Baldur Bjarnason tók. Óli Baldur skoraði úr henni og staðan aftur orðin jöfn. Skagamenn lögðu kapp á vinna leikinn og það bar árangur á 76.mínútu þegar Darren Lough skoraði sigurmarkið.

Skagamenn því með fullt hús stiga á toppi riðils 3 í A-deild Lengjubikarsins en Grindavík hefur tapað öllum sínum leikjum.