ţri 17.nóv 2015
Vináttuleikur: „Copy/Paste“ í Slóvakíu
Alfređ skorađi mark Íslands.
Slóvakía 3 - 1 Ísland
0-1 Alfređ Finnbogason ('8)
1-1 Robert Mak ('58)
2-1 Robert Mak ('61)
3-1 Michal Duris ('84)

Íslenska karlalandsliđiđ í knattspyrnu ţurfti ađ sćtta sig viđ afar súrt 3-1 tap gegn Slóvakíu í vináttuleik sem fram fór í Zilina í kvöld. Líkt og í 4-2 tapinu gegn Póllandi á dögunum byrjuđu Íslendingar vel og leiddu 1-0 í hálfleik en seinni hálfleikurinn varđ liđinu ađ falli.

Alfređ Finnbogason kom strákunum okkar í 1-0 á 8. mínútu međ glćsilegu marki. Hann fékk ţá frábćra sendingu frá Kolbeini Sigţórssyni, sneri vel á varnarmenn heimamanna og afgreiddi af stakri prýđi í netiđ. Mörkin urđu ekki fleiri í fyrri hálfleik.

Ísland byrjađi seinni hálfleikinn af krafti og virtist ekki ćtla ađ endurtaka leikinn frá Varsjá á föstudag. Liđiđ fékk tvö frábćr fćri til ađ tvöfalda forystu sína, í ţví fyrra kom Alfređ Finnbogason knettinum í netiđ eftir glćsilega sókn en var réttilega flaggađur rangstćđur ţó ekki hafi munađ miklu.

Skömmu síđar komst Kolbeinn Sigţórsson í algert dauđafćri en hitti ekki boltann, sem sigldi framhjá. Jón Dađi Böđvarsson náđi boltanum og lét vađa en markvörđur Slóvakíu varđi.

Í kjölfariđ fylgdi síđan martrađarkafli sem kostađi Ísland sigurinn. Á 58. mínútu átti sér stađ skelfilegur misskilningur hjá Ögmundi Kristinssyni markverđi og varnarmanninum Sverri Inga Ingasyni, sem varđ til ţess ađ leikmađur Slóvakíu náđi boltanum og gaf á Robert Mak sem skorađi af öryggi í autt netiđ.

Örfáum mínútum síđar átti Robert Mak síđan skot af löngu fćri, boltinn breytti um stefnu af Sverri Inga og endađi í netinu.

Heimamenn fengu byr í seglin eftir ţennan frábćra kafla. Lítiđ var um fćri hjá íslenska landsliđinu sem virtist slegiđ eftir ţessar vonbrigđamínútur. Michal Duris bćtti svo viđ ţriđja marki Slóvaka á 84. mínútu eftir skelfilega hreinsun frá Sverri Inga. Lokatölur 3-1 Slóvakíu í vil og annađ tap Íslands á innan viđ viku stađreynd.

Nokkrir minna reyndir leikmenn fengu ađ spreyta sig í landsliđstreyjunni. Auk Sverris Inga fengu ţeir Haukur Heiđar Hauksson og Arnór Ingvi Traustason tćkifćriđ í byrjunarliđinu. Arnór Ingvi ţurfti ađ fara snemma af velli meiddur en Haukur Heiđar skilađi sínu frábćrlega. Rúnar Már Sigurjónsson var einnig í byrjunarliđinu en fór snemma af velli meiddur fyrir Theodór Elmar Bjarnason.

Ţá kom Oliver Sigurjónsson inn á í sínum fyrsta landsleik ţegar um tíu mínútur voru eftir.