sun 24.júl 2016
Arnar Grétars: Vona að ég haldi Glenn
Blikar eru í öðru sæti Pepsi-deildarinnar eftir 2-0 útisigur gegn Víkingi Ólafsvík í kvöld. Arnar Grétarsson var mjög sáttur við sína menn.

„Mér fannst við stjórna ferðinni. Það er líka mjög jákvætt að við fengum eiginlega engin færi á okkur og hefðum hæglega getað bætt við þriðja og fjórða markinu," segir Arnar.

Jonathan Glenn kom inn í leiknum og fékk tvö dauðafæri en hann hefur verið orðaður við önnur félög í glugganum.

„Mér fannst Jonathan Glenn koma mjög sterkur inn, það vantaði bara að nýta þessi færi. Það hefði verið gaman fyrir hann að setja hann."

Er Glenn á förum?

„Það verður að koma í ljós. Ég á síður von á því en það er ágætt að vera ekki með yfirlýsingar. Ég vona að ég haldi honum."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.