lau 27.ágú 2016
Höskuldur: Skaðar ekki að þetta var á móti Stjörnunni
Höskuldur tryggði Blikum sigur.
„Þetta er mjög mikilvægur sigur, að komast frá Stjörnunni og nær FH er mjög mikilvægt," sagði Höskuldur Gunnlaugsson eftir 2-1 sigurinn á Stjörnunni í dag en hann skoraði sigurmarkið í blálokin.

Oliver Sigurjónsson átti þá fallega aukaspyrnu, beint á kollinn á Höskuldi sem skoraði með góðum skalla. Hann viðrukennir að þetta hafi verið sérstaklega sætt á móti grönnum sínum í Stjörnunni.



„Það skaðar ekki að þetta var á móti Stjörnunni, þetta var helvíti sætt."

Hann er ekki búinn að gefa Íslandsmeistaratitilinn á bátinn en FH er í ansi góðri stöðu þegar skammt er eftir af móti.

„Það er allt hægt, fimm leikir eftir."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.