lau 27.ágú 2016
[email protected]
Arnar Grétars: Næsti leikur skemmtilegri ef Ólafsvík vinnur
 |
Arnar Grétarsson var kátur í leikslok. |
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks var mjög sáttur eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í kvöld. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 2. sætið og eru þeir fjórum stigum frá FH og þrem stigum á undan Stjörnunni.
„Þetta var mjög mikilvægt, þetta var baráttan um 2. sætið og að komast þremur stigum framúr Stjörnunni er mikilvægt." Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið í leiknum en hann hefur þurft að vera mikið á bekknum í sumar. „Ég er fyrst og fremst ánægður fyrir hans hönd og fyrir hönd liðsins að hann hafi náð að setja þetta mark." FH mætir Víkingi Ó. á morgun og segir Arnar það vera gott fyrir deildina ef FH tapar. „Það myndi setja smá líf í deildina og næsti leikur verður skemmtilegri en ef FH vinnur á morgun." Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
|