fös 02.jún 2017
2.deild kvenna: Ótrúleg endurkoma Álftanes
Úr leik hjá Álftanesi.
Augnablik 3-4 Álftanes
1-0 Hildur Þóra Hákonardóttir (3´)
2-0 Bryndís Gréta Björgvinsdóttir (16´)
2-1 Oddný Sigurbergsdóttir (25´)
3-1 Bryndís Gréta Björgvinsdóttir (46´)
3-2 Oddný Sigurbergsdóttir (73´)
3-3 Oddný Sigurbergsdóttir (79´)
3-4 Erna Birgisdóttir (81´)

Í 2.deild kvenna fór fram mikill markaleikur í kvöld þegar Augnablik og Álftanes mættust.

Augnablik náðu forystunni snemma leiks með marki frá Hildi Þóru Hákonardóttur á mínútu. Augnablik voru ekki lengi að tvöfalda forystuna en það var Bryndís Gréta Björgvinsdóttir sem að skoraði á 16. mínútu.

Á 25. mínútu leiksins dróg aftur til tiíðinda en þá minnkaði Álftanes muninn í 2-1 með marki frá Oddný Sigurbergsdóttur, en hún átti svo sannarlega eftir að koma meira við sögu. Augnablik náðu þó að komast í tveggja marka forystu aftur fyrir leikhlé með öðru marki frá Bryndísi Grétu Björgvinsdóttur.

Í seinni hálfleiknum áttu leikar svo sannarlega eftir að snúast við og var Oddný Sigurbergsdóttir þar í aðalhlutverki hjá Álftanesi.

Hún skoraði sitt annað mark á 73. mínútu og minnkaði því muninn í 3-2 áður en hún jafnaði metin aðeins sex mínútum seinna. Staðan því 3-3 og tíu mínútur eftir.

Það tók þó Álftanes ekki langað tíma að skora aftur og þá var það Erna Birgisdóttir sem að skoraði og tryggði Álftanesi þrjú mikilvæg stig.