sun 24.sep 2017
Milos: Hefur verið besta ár lífs míns
Milos á hliðarlínunni.
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, viðurkennir að það sé mikill léttir að liðið hafi innsiglað áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni.

„Það er skylda hjá Breiðabliki að vera í deild þeirra bestu. Miðað við hvernig sumarið þróaðist eigum við að vera ánægðir. Blikar eru væntanlega ekki sáttir við tímabilið en það þarf að greina þetta mjög vel, ekki bara úrslitin," segir Milos.

Hann segir að sjálfstraustið innan Blikaliðsins hafi ekki verið gott.

Sparkspekingar gera ráð fyrir því að Milos haldi ekki áfram sem þjálfari Blika eftir tímabilið.

„Ég lifi á minni vinnu. Til að ég haldi áfram þá verða báðir aðilar að vera tilbúnir í það. Þetta ár hefur ekki verið eftir uppskrift en hefur samt verið besta ár lífs míns. Ég varð pabbi í fyrsta sinn. Það eru aðrir hlutir í þessu. Eins og hvort ég verði áfram á Íslandi. Minn samningur er til 16. október, ég hef ekki verið rekinn ennþá."

Milos segist ekki vera stressaður fyrir því hvað framtíðin mun bera í skauti sér en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.