fös 10.nóv 2017
Neymar og Gabriel Jesus á skotskónum í sigri Brasilíu
Brasilíumenn ţykja eitt sigurstranglegasta liđiđ fyrir HM í Rússlandi í dag, en ţeir fóru létt međ Japan í vináttulandsleik í dag.

Neymar kom Brasilíu 1-0 yfir úr vítaspyrnu í leiknum, sem fram fór í Japan. Bakvörđurinn Marceloa og sóknarmađurinn Gabriel Jesus gerđu síđan tvö mörk til viđbótar fyrir leikhlé.

Stađan hefđi getađ veriđ 4-0 í hálfleik, en Neymar klikkađi ţegar hann steig aftur á vítapunktinn stuttu eftir fyrra vítiđ sem hann tók.

Japanir minnkuđu muninn í seinni hálfleiknum, 3-1 og ţannig voru lokatölur. Fínn leikur hjá liđi Brasilíu, sem lítur vel út.

Í hinum vináttulandsleikjunum sem voru ađ klárast lagđi Suđur-Kórea, Kólumbíu 2-1, međ mörkum frá Son Heung-Min og ţá vann Serbía nokkuđ sannfćrandi gegn Kína, 2-0.

Japan 1 - 3 Brasilía
0-1 Neymar ('10, víti)
0-2 Marcelo ('17)
0-3 Gabriel Jesus ('36)
1-3 Tomoaki Makino ('63)

Suđur-Kórea 2 - 1 Kólumbía
1-0 Son Heung-Min ('11)
2-0 Son Heung-Min ('61)
2-1 Christian Zapata ('76)

Kína 0 - 2 Serbíu
0-1 Adem Ljalic ('20)
0-2 Aleksandar Mitrovic ('69)