lau 11.nóv 2017
Ítalía: Berglind á skotskónum í tapi Verona
Berglind Björg Þorvaldsdóttir var á skotskónum í ítalska boltanum þennan laugardaginn.

Berglind kom Verona á bragðið gegn Mozzanica með marki þegar 14 mínútur voru liðnar af leiknum.

Mark Berglindar kom Verona 1-0 yfir, en það dugði ekki til sigurs, Verona tapaði leiknum 2-1.

Berglind Björg og Arna Sif Ásgrímsdóttir spiluðu allan leikinn fyrir Verona. Shameeka Fishley, sem spilaði með Sindra í sumar, lék í 29 mínútur fyrir Verona í dag, en hún byrjaði leikinn.

Þetta var annað tap Verona í röð en liðið er núna áttunda sæti af 12 liðum sem eru í Seríu A.

Sigrún Ella Einarsdóttir spilaði síðasta stundarfjórðunginn þegar Fiorentina gerði 1-1 jafntefli gegn Tavagnacco.

Fiorentina er í fimmta sæti með átta stig.

Verona 1 - 2 Mozzanica
Mark Verona: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Mörk Mozzanica: Valeria Pirone 2

Fiorentina 1 - 1 Tavagnacco