lau 11.nóv 2017
Elvar Geir í beinni frá Katar - Sérstakt land í Persaflóanum
Elvar í Katar.
Elvar Geir Magnússon, annar ritstjóra Fótbolta.net, er staddur í Katar að fylgjast með íslenska landsliðinu í landsleikjahléi.

Katar er land í Persaflóanum sem er hreinlega gjörólíkt Íslandi þrátt fyrir að Katarar séu svipað margir og Íslendingar.

Í þessu landi verður HM 2022 haldið og er verið að gera allt klárt til að mótið verði sem glæsilegast.

Tómas Þór og Magnús Már heyrðu í Elvari í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 og spurðu hann út í upplifun hans af landinu, HM 2022 og vináttulandsleikina sem Ísland spilar.