þri 14.nóv 2017
Byrjunarlið Íslands: Diego og Gylfi byrja
Diego byrjar. Hér ræðir hann við Heimi Hallgrímsson á æfingu.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur opinberað byrjunarlið Íslands sem mætir heimamönnum í Katar í vináttulandsleik sem hefst 16:30 að íslenskum tíma.

Stillt er upp í 4-5-1 í dag.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Stefnt er að því að Jón Guðni Fjóluson spili allan leikinn í hjarta varnarinnar og Ragnar Sigurðsson hefur leik við hlið hans.

Hægri bakvörðurinn Diego Jóhannesson fékk ekki mikinn spiltíma í leiknum gegn Tékkum en fær nú byrjunarliðsleik til að sýna sig. Arnór Smárason er einnig í byrjunarliðinu, líkt og Gylfi Þór Sigurðsson sem er með fyrirliðabandið.Byrjunarlið Íslands:
Sókn: Viðar Örn Kjartansson
Miðja: Arnór Ingvi Traustason, Arnór Smárason, Gylfi Sigurðsson (f), Rúnar Már Sigurjónsson og Rúrik Gíslason
Vörn: Ari Freyr Skúlason, Jón Guðni Fjóluson, Ragnar Sigurðsson og Diego Johannesson
Mark: Ögmundur Kristinsson