þri 19.des 2017
Myndband: Ingvar leikmaður ársins hjá Sandefjord
Ingvar Jónsson hefur verið kosinn leikmaður tímabilsins hjá stuðningsmönnum Sandefjord.

Njarðvíkingurinn varði mark Sandefjord sem endaði í 13. sæti af 16 liðum í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Ingvar átti nokkrar frábærar markvörslur á tímabilinu eins og sjá má hér að neðan.

Hinn 28 ára gamli Ingvar var að leika sitt annað tímabil með Sandefjord.

Horfðu á myndbandið.