miđ 03.jan 2018
Gunnhildur Yrsa til Utah Royals (Stađfest)
Landsliđskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin í rađir bandaríska liđsins Utah Royals.

Frá ţessu greindi félagiđ fyrir nokkrum mínútum. Gunnhildur hefur strax fengiđ skemmtilegt gćlunafn en á vefsíđu Utah er hún kölluđ Gunnhildur "Gunny"; ekki ósvipađ bardagakappanum Gunnari Nelson sem er alltaf kallađur Gunnar "Gunni" Nelson.

Utah Royals er stađsett í Salt Lake City í Utah-fylki í Bandaríkjunum. Ţetta er nýtt félag, en ţađ var sett á laggirnar fyrir ađeins nokkrum dögum. Liđiđ mun leika í bandarísku kvennadeildinni í fyrsta sinn á komandi keppnistímabili.

Gunnhildur hefur frá árinu 2013 leikiđ í Noregi, á síđasta tímabili međ Valerenga ţar sem hún var fyrirliđi á sínu fyrsta tímabili. Hún lék áđur međ Stabćk.

Utah ćtlar sér stóra hluti á komandi tímabili og hefur samiđ viđ bandarískar landsliđskonur sem og Gunnhildi.

Gunnhildur Yrsa á 48 landsleiki fyrir Íslands hönd.

„Ţetta var mjög spenn­andi til­bođ sem fól í sér ađ spila í einni al­sterk­ustu deild heims. Ţađ var erfitt ađ segja nei viđ ţessu,“ sagđi Gunn­hild­ur viđ mbl.is.

Dagný Brynjarsdóttir varđ meistari međ Portland Thorns í Bandaríkjunum á síđustu leiktíđ. Ekki er enn víst hvort hún verđi áfram međ Portland á nćstu leiktíđ.