fös 12.jan 2018
Fótbolta.net mótið: Hákon Þór skoraði sigurmark HK
HK 2 - 1 Keflavík
0-1 Adam Árni Róbertsson ('28)
1-1 Bjarni Gunnarsson, víti ('34)
2-1 Hákon Þór Sófusson ('80)

Fyrsta leik A-deildar Fótbolta.net mótsins er nú ný lokið þar sem HK og Keflavík mættust í Kórnum.

HK er í Inkasso-deildinni en Keflavík komst upp úr deildinni í fyrra og leikur í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Keflavík var komið í 0-1 þegar 28 mínútur voru liðnar af leiknum, sex mínútum síðar jafnaði Bjarni Gunnarsson fyrir HK úr vítaspyrnu.

Staðan var jöfn í hálfleik en það var ekki fyrr en á 80. mínútu leiksins sem næsta mark kom og það reyndist sigurmarkið en Hákon Þór Sófusson skoraði það.

FH og Grindavík eru í sama riðli og fyrrnefnd lið, þau mætast á sunnudaginn.