mið 07.mar 2018
Ásmundur búinn að velja byrjunarliðið gegn Danmörku
Sara heldur sæti sínu í byrjunarliðinu.
Ásmundur stýrir Íslandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leik liðsins gegn Danmörku sem leikur um 9. sæti á Algarve æfingamótinu í dag.

Ásmundur stýrir Íslandi í leiknum í fjarveru Freys Alexanderssonar sem er á þjálfaranámskeiði á vegum UEFA.

Ásmundur gerir sjö breytingar á byrjunarliðinu frá jafnteflinu gegn Evrópumeisturum Hollands. Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir halda sæti sínu í byrjunarliðinu.

Hér að neðan má skoða byrjunarliðið en þetta er í annað skipti á mótinu þar sem Ísland og Danmörk mætast. Þau mættust líka í fyrsta leik en þá var niðurstaðan markalaust jafntefli. Danmörk er silfurliðið frá Evrópumótinu síðasta sumar.

Leikurinn hefst 18:30.

Byrjunarlið Íslands:
Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
Guðný Árnadóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Anna Björk Kristjánsdóttir
Svava Rós Guðmundsdóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir
Andrea Rán Hauksdóttir
Hlín Eiríksdóttir
Katrín Ásbjörnsdóttir
Fanndís Friðriksdóttir