lau 12.maí 2018
Gísli Eyjólfs: Vörnin náði þessum þremur punktum
Gísli Eyjólfsson hefur skorað í öllum þremur umferðum Pepsi-deildarinnar en hann skoraði sigurmarkið gegn Keflavík í dag.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Keflvíkingar voru virkilega þéttir og við áttum í vandræðum með að opna þá. Það var bara vörnin okkar sem náði þessum þremur punktum í dag," sagði Gísli eftir leikinn.

„Keflvíkingar voru greinilega vel undirbúnir."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar reynir Gísli meðal annars að lýsa markinu sínu og Eurovision kemur við sögu!