fim 11.okt 2018
Milan að kaupa einn efnilegasta framherja Brasilíu
Lucas Paqueta leikur með Flamengo
Ítalska félagið AC Milan er að ganga frá kaupum á brasilíska framherjanum Lucas Pasqueta frá Flamengo. Félagið borgar 35 milljónir evra fyrir þjónustu hans.

Paqueta, sem er 21 árs gamall, er einn efnilegasti framherjinn í Brasilíu í dag.

Hann var í 35 manna hóp brasilíska landsliðsins fyrir HM í sumar en komst ekki í lokahópinn. Hann spilaði svo fyrstu A-landsleiki sína í ágúst.

Hann er með 11 mörk í 48 leikjum á þessu ári fyrir Flamengo en nú virðist AC Milan vera að ganga frá kaupum á honum.

Brasilískir miðlar greina frá því að Milan hafi náð samkomulagi við Flamengo og að Paqueta gangi til liðs við ítalska félagið í janúar.

Kaupverðið er 35 milljónir evra og er hann því dýrasti leikmaðurinn sem kemur frá Brasilíu í Seríu A.