mið 05.des 2018
Sara og stöllur misstu af fyrstu stigunum - Ari í tapliði
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn er Wolfsburg tapaði sínum fyrstu stigum í efstu deild þýska boltans.

Wolfsburg hafði unnið fyrstu tíu deildarleiki tímabilsins þar til í dag, en Potsdam náði að gera jöfnunarmark á 83. mínútu.

Wolfsburg er með fimm stiga forystu á Bayern München í titilbaráttunni.

Ari Freyr Skúlason lék fyrstu 85 mínúturnar er Lokeren datt úr belgíska bikarnum gegn Mechelen.

Staðan var markalaus þar til á lokakaflanum þegar heimamenn náðu að gera tvö mörk á þremur mínútum.

Potsdam 1 - 1 Wolfsburg
0-1 Ewa Pajor ('65)
1-1 Viktoria Schwalm ('83)

Mechelen 2 - 0 Lokeren
1-0 G. Engvall ('80)
2-0 I. De Camargo ('83)