sun 09.des 2018
[email protected]
England: Sigurmark Wolves kom í uppbótartíma
 |
Doherty skoraði sigurmark Wolves. |
Newcastle 1 - 2 Wolves 0-1 Diogo Jota ('17 )
1-1 Ayoze ('23 )
1-2 Matthew Doherty ('90 )
Rautt spjald:DeAndre Yedlin, Newcastle ('57)
Það var heldur betur dramatík þegar Newcastle tók á móti Wolves í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Diogo Jota kom Wolves yfir á 17. mínútu þegar hann tók frábærlega vel við fyrirgjöf frá Helder Costa og stýrði boltanum í netið. Ayoze Perez jafnaði metin stuttu síðar með góðu skallamarki eftir sendingu frá Salomon Rondon. DeAndre Yedlin var rekinn útaf á 57. mínútu þegar hann togaði Diogo Jota niður þegar hann var sloppinn einn í gegn. Sigurmark Úlfanna kom á 95. mínútu þegar Diogo Jota átti skot sem að Dubravka varði en Matt Doherty náði frákastinu og setti boltann í netið. Úlfarnir skjótast upp í tíunda sæti deildarinnar en Rafa Benitez og hans menn í fimmtánda sæti.
|