lau 12.jan 2019
Kristján Flóki tćpur fyrir leikinn gegn Eistum
Kristján Flóki meiddist á ökkla á ćfingu á fimmtudaginn.
Óvíst er hvort framherjinn Kristján Flóki Finnbogason verđi međ íslenska landsliđnu gegn Eistlandi í vináttuleik í Katar á ţriđjudaginn.

Kristján Flóki meiddist á ökkla á síđustu ćfingu íslenska liđsins fyrir 2-2 jafntefli gegn Svíum í gćr.

Kristján Flóki kom ekkert viđ sögu í gćr og óvíst er međ ţátttöku hans í leiknum á ţriđjudaginn.

Ţó er ekki útilokađ ađ hann nái ađ jafna sig í tćka tíđ fyrir ţann leik.

Kristján Flóki, sem fagnar 24 ára afmćli sínu í dag, er á mála hjá Start í Noregi en hann var á láni hjá IF Brommapojkarna í Svíţjóđ á síđasta tímabili.

Kristján Flóki er uppalinn hjá FH en hann á fjóra landsleiki ađ baki međ íslenska landsliđinu.