lau 12.jan 2019
Reykjavíkurmótiđ: Valur byrjar á sigri - Fjölnir lagđi ÍR
Garđar var á skotskónum fyrir Val.
Fjölnir hefur unniđ fyrstu tvo leiki sína í Reykjavíkurmótinu undir stjórn Ásmundar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ

Ţađ voru tveir leikir í A-riđli Reykjavíkurmóts karla í gćr.

Íslandsmeistarar Vals mćttu lćrisveinum Arnars Gunnlaugssonar í Víkings og ţrátt fyrir ađ hafa vantađ marga í liđ Vals ţá var liđiđ mjög sterkt. Breiddin er gífurleg hjá Hlíđarendarliđinu.


Haukur Páll Sigurđsson kom Val yfir á fimmtu mínútu og stuttu síđar bćtti Garđar Gunnlaugsson viđ öđru marki. Stađan var 2-0 í hálfleik en um miđjan seinni hálfleikinn minnkađi Nikolaj Hansen muninn fyrir Víking.

Ţar viđ sat og urđu lokatölur ţví 2-1 fyrir Val, sem er međ ţrjú stig en ţetta var fyrsti leikur liđsins í Reykjavíkurmótinu. Víkingur er einnig međ ţrjú stig eftir sigur á ÍR í fyrsta leik.

Á toppi riđilsins er Fjölnir eftir 2-0 sigur á ÍR í gćr. Ásmundur Arnarsson er ađ fara vel af stađ međ Fjölni.

Guđmundur Karl Guđmundsson og Torfi Tímoteus Gunnarsson skoruđu fyrir Fjölnismenn í leiknum í gćr. Fjölnir hefur unniđ fyrstu tvo leiki sína í Reykjavíkurmótinu, en liđiđ hafđi betur gegn Leikni í fyrsta leik.

Valur 2 - 1 Víkingur R.
1-0 Haukur Páll Sigurđsson ('5)
2-0 Garđar Gunnlaugsson ('13)
2-1 Nikolaj Hansen ('62)

ÍR 0 - 2 Fjölnir
0-1 Guđmundur Karl Guđmundsson ('18)
0-2 Torfi Tímoteus Gunnarsson ('71)

Ţađ er leikiđ í B-riđli Reykjavíkurmóts karla í dag. Báđir leikir eru í Egilshöll.

Reykjavíkurmót karla B-riđill
15:15 KR - Fram
17:15 Fylkir- Ţróttur R.