miđ 24.apr 2019
Ţýskaland: Ódýr vítaspyrna skaut Bayern í úrslit
Lewandowski og félagar fagna sigrinum.
Werder Bremen 2 - 3 FC Bayern
0-1 Robert Lewandowski ('36)
0-2 Thomas Müller ('63)
1-2 Yuya Osako ('74)
2-2 Milot Rashica ('75)
2-3 Robert Lewandowski ('80, víti)

Undanúrslitaleikur Werder Bremen og Bayern München í ţýska bikarnum var furđu jafn og réđust úrslitin ekki fyrr en undir lokin.

Robert Lewandowski gerđi eina markiđ í jöfnum fyrri hálfleik og tvöfaldađi Thomas Müller forystuna eftir leikhlé.

Milot Rashica vildi ţó ekki tapa leiknum og tók til sinna ráđa. Hann lagđi upp fyrir Yuya Osako á 74. mínútu og jafnađi svo leikinn sjálfur mínútu síđar. Stađan orđin 2-2 ţegar stundarfjórđungur var eftir af venjulegum leiktíma.

Bćjarar blésu til sóknar og fékk Kingsley Coman afar ódýra vítaspyrnu á 80. mínútu. Tékkneski bakvörđurinn Gebre Selassie stjakađi ađeins viđ honum međ annarri hendi og féll Coman innan teigs.

Lewandowski gerđi sigurmarkiđ úr spyrnunni og súrt tap Werder Bremen stađreynd. Bayern mćtir RB Leipzig í úrslitaleiknum 25. maí.