mið 15.maí 2019
Mjólkurbikar kvenna: Flautumark í framlengingu
Hafrún skoraði þrennu og setti sigurmarkið í framlengingu.
Murielle Tiernan var öflug að venju.
Mynd: Óli Arnar - Feykir.is

Völsungur vann Sindra og verður eina 2. deildarliðið í 16-liða úrslitunum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Völsungur, Afturelding, Augnablik og Tindastóll komust áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

Leikur Aftureldingar og Grindavíkur var í beinni textalýsingu á Fótbolta.net og þar var boðið upp á mikið fjör. Grindavík komst þrisvar yfir í leiknum en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 4-4. Afturelding komst yfir í uppbótartíma en Grindavík jafnaði áður en flautað var til leiksloka. Ótrúlegt! Tvö mörk í uppbótartíma og eitt flautumark í framlengingu.

Þetta var stál í stál í framlengingunni, en í henni var aðeins skorað eitt mark. Markið kom í blálokin og það skoraði Hafrún Rakel Halldórsdóttir fyrir Aftureldingu.

„STÓRGLÆSILEGT MARK!! Hafrún innsiglar þrennuna sína með fallegu marki beint úr aukaspyrnu. Smurði hann í vinkilinn," skrifaði Alexandra Sumarliðadóttir í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Völsungur lagði Sindra 2-0 og Augnablik kláraði Gróttu með fjórum mörkum gegn einu.

Fyrir norðan skoraði Tindastóll svo átta mörk gegn Hömrunum. Murielle Tiernan og Vigdís Edda Friðriksdóttir voru báðar með þrennu fyrir Tindastól.

ÍA, Þróttur R., Tindastóll, Afturelding, Augnablik og Völsungur verða því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit ásamt liðunum 10 úr Pepsi Max-deildinni. Völsungur er eina liðið úr 2. deild sem komið er í 16-liða úrslit.

Það verður dregið í höfuðstöðvum KSÍ á föstudag klukkan 15:00.

Völsungur 2 - 0 Sindri
1-0 Harpa Ásgeirsdóttir ('41)
2-0 Krista Eik Harðardóttir ('64)

Afturelding 5 - 4 Grindavík
0-1 Margrét Hulda Þorsteinsdóttir ('16)
1-1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('30)
1-2 Shannon Simon ('44)
2-2 Eydís Embla Lúðvíksdóttir ('49)
2-3 Margrét Hulda Þorsteinsdóttir ('58)
3-3 Eydís Embla Lúðvíksdóttir ('74)
4-3 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('90)
4-4 Una Margrét Einarsdóttir ('90)
5-4 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('120)
Lestu nánar um leikinn

Augnablik 4 - 1 Grótta
1-0 Sjálfsmark ('5)
2-0 Helga Marie Gunnarsdóttir ('49)
2-1 Hrafnhildur Fannarsdóttir ('57)
3-1 Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('81)
4-1 Helga Marie Gunnarsdóttir ('85)

Tindastóll 8 - 1 Hamrarnir
1-0 Murielle Tiernan ('11)
2-0 Murielle Tiernan ('16)
3-0 María Dögg Jóhannesdóttir ('25)
4-0 Vigdís Edda Friðriksdóttir ('28)
5-0 Murielle Tiernan ('45)
6-0 Vigdís Edda Friðriksdóttir ('52)
7-0 Jacqueline Altschuld ('62, víti)
8-0 Vigdís Edda Friðriksdóttir ('68)
8-1 Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('87)