fim 16.maí 2019
Innkastið - Óróleiki og óvæntir hlutir innan og utan vallar
Gary Martin, leikmaður Vals.
Tómas Þór Þórðarson er mættur inn í teymi Innkastsins og var með í að kryfja fjórðu umferð deildarinnar.

Elvar Geir, Gunni Birgis og Magnús Már voru á sínum stað en þeir fjórir fóru yfir alla leikina. Í tilefni af komu Tómasar var þátturinn í lengra lagi að þessu sinni!

Rætt var um Gary Martin, agavesen FH-inga, óvænt tap KR í Grindavík, sífelldar breytingar Pedro, búðarferðir leikmanna, tifandi tímasprengju í liði Fram og ýmislegt fleira.

Getur ÍA orðið Íslandsmeistari?

Hlustaðu í spilaranum hér að ofan eða í gegnum Podcast forrit.