ţri 11.jún 2019
De Gea á ekki lengur öruggt sćti hjá Spáni
David de Gea.
Kepa Arrizabalaga, markvörđur Chelsea, stóđ í marki spćnska landsliđsins í 3-0 sigri gegn Svíţjóđ í undankeppni EM í gćr.

Robert Moreno, ađstođarlandsliđsţjálfari Spánar, sagđi eftir leikinn ađ David de Gea, markvörđur Manchester United, vćri ekki lengur fastur ađalmarkvörđur landsliđsins.

„Landsliđsferli De Gea er alls ekki lokiđ en Kepa átti ótrúlega flottan lokakafla á tímabilinu. Hann sýndi frábćra leiki og liđiđ stóđ uppi sem sigurvegari í Evrópudeildinni," segir Moreno sem stýrđi Spáni í fjarveru Luis Enrique í gćr.

„Viđ töldum ađ Kepa myndi henta betur í ţennan leik og ţađ er bara bullandi samkeppni í gangi."

De Gea var langt frá sínu besta á liđnu tímabili međ Manchester United og ţá fékk hann líka gagnrýni fyrir slaka frammistöđu međ Spáni á HM í Rússlandi. Framtíđ De Gea er í óvissu en hann á eitt ár eftir af samningi sínum á Old Trafford.