þri 11.jún 2019
Veðbankar hafa minni trú á Íslandi en lesendur
Lesendur Fótbolta.net hafa trú á sigri Íslands í kvöld.
Ísland tekur á móti Tyrklandi í 4. umferð undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli í kvöld. Uppselt er á leikinn.


Veðbankar telja líklegra að Tyrklandi vinni leikinn en á sama tíma spá 47% lesenda Fótbolta.net að Ísland vinni leikinn. 35% spá Tyrkjum sigri og 18% lesenda spá jafntefli.

Á veðmálasíðunni Coolbet er stuðullinn á sigur Íslands í leiknum 3,33. Stuðullinn á sigur Tyrkja í leiknum er 2,49 og 3,35 á jafntefli.

Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Tyrkland er með fullt hús stiga í riðlinum en Tyrkir unnu góðan 2-0 sigur á Frakklandi á laugardaginn. Ísland er með sex stig í 3. sæti riðilsins.