ţri 11.jún 2019
Arnór Sig tilnefndur sem leikmađur ársins hjá CSKA
Arnór Sigurđsson.
Landsliđsmađurinn, Arnór Sigurđsson leikmađur CSKA Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni er einn af fimm leikmönnum félagsins sem eru tilnefndir sem leikmenn ársins hjá félaginu.

Arnór gekk í rađir CSKA í lok ágúst á síđasta ári frá sćnska úrvalsdeildarfélaginu, IFK Norrköping. Ţar hafđi hann veriđ í um rúmlega eitt ár eftir ađ hann gekk í rađir sćnska félagsins frá uppeldisfélagi sínu ÍA.

Međ CSKA í vetur skorađi hann til ađ mynda bćđi gegn Real Madrid og Roma í Meistaradeildinni. Hann varđ yngsti Íslendingurinn til ađ leika í Meistaradeildinni.

Hann skorađi fimm mörk í 21 leik međ rússneska liđinu á síđasta tímabili, ţar af fjögur á rúmlega mánuđi undir lok tímabilsins.

Arnór er í landsliđshópnum hjá Íslandi sem leikur gegn Tyrkjum í kvöld. Hann kom viđ sögu sem varamađur í 1-0 sigri Íslands á Albaníu á laugardaginn og ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hvort hann fái tćkifćri á Laugardalsvellinum í kvöld.