fös 14.jún 2019
Sony leikmaður fyrsta þriðjungs - Taktu þátt í kosningunni
Fótbolti.net og Sony taka höndum saman í sumar og velja besta leikmann hvers þriðjungs í Pepsi Max-deildum karla og kvenna.

Sjöttu umferðinni lauk hjá konunum í síðustu viku og tilnefningar fyrir leikmann fyrsta þriðjungs eru klárar.

Lesendur Fótbolta.net fá að velja milli fjóra tilnefndra leikmanna. Leikmaðurinn sem vinnur fær svo verðlaun frá Origo sem eru Sony bluetooth heyrnartól 1000XM3 með noise cancel.

Valið er í samvinnu við Heimavöllinn en sérfræðingar þáttarins hafa tilnefnt fjóra leikmenn. Leikmennirnir sem tilnefndar eru; Agla María Albertsdóttir í Breiðabliki, Cloe Lacasse í ÍBV, Elín Metta Jensen í Val og Sandra Mayor í Þór/KA.

Taktu þátt í kosningunni á Twitter síðu Fótbolta.net.