sun 16.jún 2019
3. deild: Sindri skoraði sex í fyrri hálfleik
Tómas Leó skoraði tvö.
Sindri 6 - 3 KH
1-0 Tómas Leó Ásgeirsson ('17)
2-0 Guðjón Bjarni Stefánsson ('23)
3-0 Kristinn Justiniano Snjólfsson ('25)
4-0 Tómas leó Ásgeirsson ('35)
4-1 Sjálfsmark ('35)
5-1 Robertas Freidgeimas ('38)
6-1 Robertas Freidgeimas ('40)
6-2 Haukur Ásberg Hilmarsson ('51)
6-3 Eyþór Örn Þorvaldsson ('90)

Sindri var að valta yfir KH í 3. deildinni rétt í þessu og skoruðu heimamenn sex mörk í fyrri hálfleik.

Fyrsta markið skoraði Tómas Leó Ásgeirsson á 17. mínútu og gerði hann svo fjórða markið á 35. mínútu.

Gestirnir minnkuðu muninn en Robertas Freidgeimas bætti tveimur við fyrir leikhlé og staðan því orðin 6-1.

Haukur Ásberg Hilmarsson minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks og skoraði Eyþór Örn Þorvaldsson á lokamínútunum en það nægði ekki og lokatölur 6-3.

Sindri er um miðja deild, með tíu stig eftir sjö umferðir. KH er á botninum með eitt stig.