mán 17.jún 2019
Bein útsending frá landsleiknum - Sjáðu byrjunarlið Íslands
Hlín byrjar á móti Finnum.
Íslenska kvennalandsliðið mætir því finnska í öðrum æfingaleik liðanna á stuttum tíma. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli þar sem þær finnsku voru betri aðilinn.

Leikurinn verður sýndur beint á Youtube rás KSÍ sem hægt er að sjá með að smella hér.


Byrjunarlið Íslands hefur verið staðfest og gerir Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari fimm breytingar frá jafnteflinu markalausa.

Guðbjörg Gunnarsdóttir kemur inn í markið fyrir Söndru Sigurðardóttur í sínum fyrsta landsleik síðan í september í fyrra.

Ásta Eir Árnadóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir koma inn í bakvarðarstöðurnar fyrir Hallberu Gísladóttur og Önnu Björk Kristjánsdóttur.

Hlín Eiriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir koma þá inn í liðið fyrir Fanndísi Friðriksdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur, sem er flogin aftur til Bandaríkjanna til að spila með félagsliði sínu Utah Royals.

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Varnarmenn: Ásta Eir Árnadóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Miðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hlín Eiríksdóttir, Elín Metta Jensen, Agla María Albertsdóttir

Sóknarmaður: Berglind Björg Þorvaldsdóttir