mán 17.jún 2019
Æfingaleikur: Þjóðhátíðarsigur í Finnlandi
Finnland 0 - 2 Ísland
0-1 Hlín Eiríksdóttir ('21)
0-2 Dagný Brynjarsdóttir ('33)

Íslenska kvennalandsliðið spilaði annan æfingaleik við finnska landsliðið á fjórum dögum er liðin mættust á Leppävaaran Stadion á Þjóðhátíðardegi Íslendinga í dag.

Jón Þór Hauksson þjálfari gerði fimm breytingar á liðinu frá síðasta leik gegn Finnum, sem lauk með markalausu jafntefli.

Hlín Eiríksdóttir kom inn í byrjunarliðið og skoraði hún laglegt mark á 21. mínútu. Hún lék á hægri kanti og skoraði með glæsilegu skoti utan teigs.

Dagný Brynjarsdóttir tvöfaldaði forystuna á 33. mínútu eftir góða stoðsendingu frá Glódísi Perlu Viggósdóttur.

Meira var ekki skorað og stóðu Stelpurnar okkar uppi sem sigurvegarar, 0-2.