mán 24.jún 2019
Pepsi Max-kvenna: Keflavík valtaði yfir Stjörnuna - Dramatík í Kópavogi
Sophie McMahon Groff skoraði tvö fyrir Keflavík
Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld en Breiðablik rétt marð HK/Víking í grannaslag á meðan Keflavík valtaði yfir Stjörnuna.

Breiðablik vann HK/Víking 2-1 á Kópavogsvelli. Arna Eiríksdóttir varð fyrir því óláni að koma knettinum í eigið net á 3. mínútu og stóðu leikar þannig fram að 80. mínútu er Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir jafnaði metin fyrir HK/Víking.

Agla María Albertsdóttir náði þó að bjarga Blikum og ná í þrjú stigin með marki í blálokin.

Keflavík slátraði Stjörnunni, 5-0. Keflvíkingar unnu sinn fyrsta leik í síðustu umferð og héldu uppteknum hætti. Sophie McMahon Groff kom Keflavík yfir á 2. mínútu áður en Sveindís Jane Jónsdóttir bætti við öðru á 15. mínútu.

Natasha Moraa Anasi bætti við þriðja markinu í byrjun þess síðari og Dröfn Einarsdóttir skoraði svo fjórða marki tæpum tuttugu mínútum síðar. Sophie McMahon Groff gerði svo út um leikin á 68. mínútu og 5-0 sigur staðreynd.

Fylkir og Selfoss skildu þá jöfn, 1-1. Hólmfríður Magnúsdóttir kom Selfyssingum yfir á 22. mínútu en fengu svo á sig víti undir lok fyrri hálfleiks. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði úr spyrnunni og lokatölur 1-1.

Umfjöllun og viðtöl eru á leiðinni.

Úrslit og markaskorarar:

Breiðablik 2 - 1 HK/Víkingur
1-0 Arna Eiríksdóttir ('3 , sjálfsmark)
1-1 Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('80 )
2-1 Agla María Albertsdóttir ('93 )


Keflavík 5 - 0 Stjarnan
1-0 Sophie Mc Mahon Groff ('2 )
2-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('15 )
3-0 Natasha Moraa Anasi ('47 )
4-0 Dröfn Einarsdóttir ('64 )
5-0 Sophie Mc Mahon Groff ('68 )


Fylkir 1 - 1 Selfoss
0-1 Hólmfríður Magnúsdóttir ('22 )
1-1 Ída Marín Hermannsdóttir ('45 , víti)