fim 11.júl 2019
[email protected]
Gústi Gylfa: Við ætlum okkur áfram í næstu umferð
 |
Ágúst Gylfason þjálfari Blika |
Breiðablik fékk Vaduz frá Litháen í heimsókn á Kópavogsvöll í kvöld í undankeppni Evrópudeildarinnar og skildu liðin jöfn 0-0 í tíðindalitlum leik. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks var ánægður með hvað sitt lið hélt vel en hefði viljað refsa meira með skyndisóknum og reyna að ná inn marki.
„Við ætluðum að vera þéttir og þolinmóðir gegn þeim, við vissum að þeir væru góðir í fótbolta og geta haldið bolta vel og þeir sýndu það i kvöld. Við vorum þéttir, þeir komust ekki inn á hættusvæðin okkar. Ég hefði viljað skora mark og mögulega geta refsað þeim meira, vinna boltann á ákveðnum stöðum og refsa þeim með skyndisóknum." Ágúst telur að þeir séu i góðum málum fyrir seinni leikinn og ætlar sér áfram í næstu umferð.
„Það er náttúrulega nauðsynlegt að við skorum mark, það segir sig sjálft og þá erum við í góðum málum. Ef við höldum okkar taktík sýnist mér þeir ekki komast mikið i gegnum okkur, þetta verður hörkuleikur a útivell. Við ætlum okkur að komast áfram.
|