miđ 17.júl 2019
Kristján Flóki í KR (Stađfest)
Kristján Flóki Finnbogason.
KR hefur náđ samkomulagi viđ norska félagiđ Start um kaup á framherjanum Kristjáni Flóka Finnbogasyni. Kristján Flóki hefur samiđ viđ KR út tímabiliđ 2023 en ţetta var stađfest í dag.

Kristján Flóki kemur til KR 29. júlí og verđur ţví klár í fyrsta leik KR eftir Verslunarmannahelgi sem er gegn Grindavík 6. ágúst.

„KR býđur Kristján Flóka hjartanlega velkominn í félagiđ," segir í yfirlýsingu á heimasíđu KR.

FH reyndi einnig ađ fá Kristján Flóka í sínar rađir en nú er ljóst ađ hann leikur međ KR nćstu árin.

Hinn 24 ára gamli Kristján Flóki er uppalinn í FH en hann gekk í rađir Start áriđ 2017. Í fyrra spilađi Kristján Flóki á láni hjá IF Brommapojkarna í Svíţjóđ.

KR er međ sjö stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar en liđiđ er einnig í undanúrslitum Mjólkubikarsins ţar sem liđiđ mćtir FH 14. ágúst.