miđ 17.júl 2019
Afríkukeppnin: Nígería tók bronsiđ
Ighalo skorađi eina mark leiksins i kvöld.
Túnis 0-1 Nígería
0-1 Odion Ighalo ('3)

Túnis mćtti í kvöld Nígeríu í leiknum um bronsverđlaunin í Afríkukeppninni.

Fyrsta og eina mark leiksins kom strax á ţriđju mínútu ţegar Odion Ighalo, fyrrum leikmađur Watford og núverandi leikmađur Shanghai Shenhua í Kína, var réttur mađur á réttum stađ ţegar frákast féll fyrir fćtur hans í teignum.

Ferjani Sassi og Firas Chaouat fengu bestu fćri Túnis til ţess ađ jafna leikinn en ţeir skutu báđir framhjá marki Nígeríu.

Mark Ighalo var hans fimmta í mótinu og er hann međ tveggja marka forskot á nćsta mann í keppninni um markakóngstitilinn.

Ţetta var fyrsta tap Túnis í venjulegum leiktíma í mótinu en liđiđ datt út eftir framlengdan leik gegn Senegal í undanúrslitum.

Senegal og Alsír mćtast á föstudaginn í úrslitaleik mótsins.