sun 21.júl 2019
Byrjunarlið Fylkis og ÍBV: Jackson beint í byrjunarliðið
Oran Jackson fer beint í byrjunarlið ÍBV.
Byrjunarlið Fylkis og ÍBV liggja ljós fyrir. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er opnunarleikur 13. umferðar Pepsi Max-deildarinnar.

Nýjasti leikmaður ÍBV, Oran Egypt Jackson, fer beint inn í byrjunarlið gestanna og er ein af tveim breytingum frá tapinu gegn FH.  Hin er að Jonathan Glenn kemur inn í liðið.  Fyrir þessa tvo detta út Víðir Þorvarðarson og Sigurður A. Magnússon.

Fylkismenn gera eina breytingu á liðinu frá jafnteflinu gegn Víkingi síðast, Andrés Már Jóhannsson kemur inn og Orri Sveinn Stefánsson dettur út.

Byrjunarlið Fylkis:
32. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
6. Sam Hewson
7. Daði Ólafsson
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
16. Ólafur Ingi Skúlason (f)
19. Ragnar Bragi Sveinsson
20. Geoffrey Castillion
21. Kolbeinn Birgir Finnsson
23. Ari Leifsson

Byrjunarlið ÍBV:
93. Rafael Veloso (m)
3. Matt Garner
8. Priestley Griffiths
11. Sindri Snær Magnússon
17. Jonathan Glenn
18. Oran Jackson
20. Telmo Castanheira
26. Felix Örn Friðriksson
77. Jonathan Franks
80. Gary Martin
92. Diogo Coelho

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.