sun 21.júl 2019
Byrjunarlið KA og ÍA: Iosu Villar beint í byrjunarlið KA
Iosu Villar er í byrjunarliði í dag.
Stefán Teitur kemur inní lið ÍA
Mynd: Raggi Óla

Núna klukkan 17:00 hefst leikur KA og ÍA í 13.umferð Pepsi Max-deildar karla á Greifavellinum á Akureyri.

Heimamenn í KA hafa tapað fjórum leikjum í röð og eru í næstneðsta sæti deildarinnar með 12 stig á meðan að Skagamenn sitja í því þriðja með 21 stig. Byrjunarliðin eru nú klár.

Iosu Villar, sem að samdi við KA á dögunum kemur beint inní byrjunarliðið en hann á að fylla skarðið sem að Daníel Hafsteinsson skilur eftir sig. Daníel var seldur til Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum. Þá kemur Aron Dagur Birnuson aftur í mark KA-manna en hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Skagamenn gera eina breytingu á liði sínu frá síðasta leik gegn Grindavík. Gonzalo Zamorano kemur út í stað Stefáns Teits Þórðarsonar. Byrjunarliðin má sjá hér að neðan.

Lestu beina textalýsingu

Byrjunarlið KA:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
6. Hallgrímur Jónasson (f)
7. Almarr Ormarsson
8. Iosu Villar Vidal
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
16. Brynjar Ingi Bjarnason
17. Ýmir Már Geirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
25. Torfi Tímoteus Gunnarsson

Byrjunarlið ÍA:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson
5. Einar Logi Einarsson
6. Albert Hafsteinsson
9. Viktor Jónsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
11. Arnar Már Guðjónsson
18. Stefán Teitur Þórðarson
23. Jón Gísli Eyland Gíslason
93. Marcus Johansson

Lestu beina textalýsingu