sun 21.jl 2019
Kolbeinn: Held eir leyfi mr a vera mnu vibt
Kolbeinn Finnsson fór á kostum í Fylkisliðinu í 3-0 sigri þeirra á ÍBV í dag.  Hann hóf markaskorunina með fallegu skoti á 12.mínútu.

"Fékk boltann rétt við teiginn og ákvað að hamra á markið og hitti hann vel.  Við sáum það þegar leikurinn byrjaði að við fengum gott pláss til að keyra á þá hægra megin, þeir voru ragir"

Sigurinn var mikilvægur og kemur Fylkismönnum í efri hluta deildarinnar.

"Vonandi er þetta bara byrjunin á Evrópubaráttu hérna í Árbænum, það er eitthvað sem við ætlum okkur að gera og mikilvægt að hafa tekið þrjú stig hér í dag."

Kolbeinn er samningsbundinn Brentford og hefur verið töluverð umræða um hvað framtíðin ber í skauti sér hjá honum, fær hann að vera áfram hjá Fylki?

"Ég hugsa að þeir leyfi mér að vera hérna í mánuð í viðbót og svo leyfi þeir mér ekki að vera meira með í sumar.  Ég hef verið mjög ánægður og gæti ekki verið glaðari með þá ákvörðun að koma til Fylkis í sumar."

Nánar er rætt við Kolbein í viðtalinu sem fylgir.